Fyrsta ganga sumarsins

Jæ ja ég fór í fyrstu göngu sumarsins í gær og það var inn dalinn innan við bústaðinn minn, Hofellsdal,

komst á mínum fjallabíl aðeins inn fyrir Sel en þaðan og inn í Dalsstafn er um 6 og hálfur km nú ég batt á mig gönguskóna og var ákveðinn að fara upp að Fossdalshnútu en hún er 720 m há, hún ásamt Gunnsteinsfelli sem er töluvert innan við hana eru að mínu mati fallegustu fjöll í A - Skaftafellssýsiu en í þeim eru þvílíkar stuðlabergsmyndir að ég er gjörsamlega dolfallinn þegar ég er nálægt þeim, fór að Gunnsteinsfelli í fyrra þá fer maður neðan við Fossdalshnútuna og inn Fossdal og svo má fara úr Fossdal nokkuð utarlega og upp í Vesturdag hrjóstugasta dal sem ég hef komið í en þangað gékk ég í hittifyrra þar er ekkert nema grjóthellur að ganga á en þá leið fer fé sem fer inn í Núpa en þangað á ég eftir að fara hef bara komið að Gjánúpstindi í Vesturdal og að Efstafellsgili Hoffellsjökuls megin.

Jæ ja ég gékk dalinn inn að Dalsstafni en á leiðinni eru margir tálmar mikið umrót í lækjarsprænum og á einum stað vegarslóðinn alveg horfinn á 50 - 60 metra kafla þar sem Hoffellsáin hefur grafið sig til vesturs svo að Jón Helgason nágranni minn í Lágafelli á töluvert verk fyrir höndum að gera leiðina færa bílum, en hann hefur gert það undanfarin ár heldur betur skammlaust, vaðið við Djöflasker gjörsamlega horfið og ekkert nema stórgrýti, ég paufaðist upp Djöflasker og upp hjá Öldulæk en þar í hlíðinni var töluverð fönn sem hverfur fljótt ef hlýnar og aðeins vindar, tók nátturlega mynd af Fossdalshnútunni og fór svo yfir á brún Skyndidals og náði góðri mynd af Fossdalsdhnútu, Gunnsteinsfelli og Goðaborg ásamt Lambatungujökli, ( mér fynnst að ég hafi séð það einhversstaðar að hann heiti Hoffellslambatungujökull sel það ekki dýrara en ég keypti ) sat nokkuð lengi á skeri í logni og sól Skyndidalsmeginn, og hlustaði á ekki neitt nema smá gjálfur í lækjarsprænu þar sem ég sat horfði ég á ílenskan kraft en það hefur sprungið stórt bjarg frá berginu.

Nú ég þorði ekki annað en að leggja af stað til baka um fimmleitið svo að Hrafnhildur frænka mín færi ekki að kalla út hjálparsveit kom til baka um áttaleitð eftir að ganga um fimmtán kílómetra. ekki sá ég mikið af grábrúnu kvikindunum ( Hreindýr ) vildi að þau væru öll kominn til Jóns Halldórssonar Hólmavíkurpósts en hann hefur mikinn áhuga á að fá þau á Strandir, þau mundu þá ekki eiðileggja trjárækt hjá trjáræktarbændum hérna í Hornafirði nóg hafa þau eiðilagt nú þegar. Nú býð ég bara eftir því að hú Sidda frænka mín kenni mér að sækja myndir úr tölvunni til að setja á síðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið hellings ganga hjá þér gamli minn, gott það mættu margir taka þig til fyrirmynda hihi segi ekki neitt meir um það                    knús af Júllatúninu

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:04

2 identicon

Ég verð nú bara vandræðaleg þegar ég les þetta blogg hjá þér

Hér sit ég með coke í annari og popp í hinni, meðan þú gengur upp á öll fjöll á íslandi. Hmmm kannski maður fari bara út að ganga. Neiiiii hef góða afsökun til að gera það ekki í kvöld, er að fara að senda þér póst. Þarna slapp ég fyrir horn.....

Sidda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:57

3 identicon

Sæll frændi.  Maður þarf greinilega að fara að kíkja í heimsókn til þín í bústaðinn og skoða sig aðeins um.  Þú ert svo duglegur að labba að það er nú barasta ekki heilbrigt!

 Kveðjur frá Borgarfirði (tók mér bara aðra langa helgi og kom HEIM) - Harpa Rún

Harpa Rún (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:55

4 identicon

Heill og sæll elsku pabbi minn. Það er ánægjulegt að sjá að þú ert farinn að setja hetjufarir þínar á tölvutækt form. Enda eru margar sálirnar sem mættu taka þínar göngur og aðdáun af náttúrunni til fyrirmyndar. Ég er viss um að þú hefur séð meira af nátttúru Íslands en 90% þeirra sem telja sig vera Vinstri-Grænir. Bless á meðan og kærar kveðjur, þinn sonur í Japan. Sverrir Örn

Sverrir Örn Samskonarson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:14

5 Smámynd: Sverrir Aðalsteinsson

Takk fyrir elsku vinur já það gæti verið allavega að ég skjóti nokkrum VG aftur fyrir mig.

Sverrir Aðalsteinsson, 3.5.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband