Frásagnarsíða Sverris.

Halló Hrafnhildur mín.

Ég hef ákveðið að kalla þessa síðu frásagnarsíðu en ekki bloggsíðu þar sem mér finnst blogg frekar ljótt orð og ekki íslenskt. Ég var á mínum unaðsstað í dag eins og ævinlega þegar ég á frí, nú finnst mér sumarið komið, af hverju jú ég er búinn að sjá mína uppáhalds farfugla maríuerluna á sumardaginn fyrsta þá kom hún og heimsótti mig í bústaðinn og kríuna í gær en þá sá ég tvær úti hjá Óslandsskeri. Eitthvað er nú lítið komið af kríum því ég fór út á Óslandshraun þegar ég kom að innann og stoppaði þó nokkra stund þar en sá einga.

Á morgunn ætla ég að skreppa aðeins inn í Hoffellsdal og ef þú heyrir ekkert í mér seinnipartinn þá athugar þú vitanlega um mig.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi hefur Hrafnhildur heyrt eitthvað í þér í dag.

Jako í Hafnarfirði (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:16

2 identicon

Ha ha takk fyrir að benda mér á þetta blogg rugl í mér þetta er alveg hárrétt hjá þér svo ég skal ekkert orða það meir hihi annars hef ég svo sem ekkert heyrt í þér þannig að maður þarf líklega að fara að athuga um þig

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:57

3 identicon

Ég ætla að setja inn tilkynningu Sverrir frændi er komin til byggða, það var mikið gott að heyra í honum vegna þess að ég var komin með tólið á eyrað hihi

Björgunarsveit Hrafnhildar (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:04

4 identicon

Hæhæ, lýst mjög vel á þessa frásagnarsíðu hjá þér frændi! :-)  ..þú verður svo að setja inn myndir af þorpinu þínu svo maður geti fylgst með uppbyggingu þess

 Kveðja frá Nesk - Harpa Rún

Harpa Rún (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband