Erla mín ég er ekki búinn að gleyma þér.

Blessuð og sæl Erla mín

 Ég fór nú í vinnunna í morgun eins og aðra daga, en það er ekkert gott að sitja við tölvu en ég set inn á næstu dögum einhverjar myndir fyrir þig, það er bara svo and..... leiðinlegt að setja inn myndir t.d. tekur 40 mínútur að setja inn 10 myndir og mig vantar þolinmæði til þess, en ég eygi nú bætta tíma Sverrir minn ætlar að kenna mér að minnka þann tíma eitthvað, þú mátt nú vita það að ég er svo lítill tölvunörd og þarf kennslu við þetta, bíð eftir myndum frá þér og lofa þér því að ég set in myndir flótlega var með rúmar 300 myndir á nýju vélinni.

Bestu kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi!!

 vona að þér fari nú að batna bakveikin!!  Bíð spennt eftir myndum sumarsins!

 Kveðja úr óóóóógeðsveðrinu hér á Neskaupstað - Harpa Rún

Harpa Rún (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:58

2 identicon

Harpa mín ég er nú aðeins byrjaður undir "Sumarfrí 2008 Nr1 " sem sýnir að það koma fleyri.

Kærar kveðjur úr sólinni á HÖFN

Sverrir frændi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:49

3 identicon

Þetta líst mér vel á! Flottar myndir! Bíð spennt eftir fleirum ;)

 Kveðja úr skítakuldanum á Rfj.

Erla

Erla (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband