Myndir úr ferð í Fjörðu og í Flateyjardal 2007.

Var að setja inn myndir sem ég tók í ferð minni í Fjörðu og í Flateyjardal í fyrra, ég gekk úr Hvalvatnsfirði yfir háls sem er á milli Hvalvatnsfjarðar og Þorgeirsfjarðar um 8 km fram og til baka, á vegg kirkjugarðsins á Þönglabakka hitti ég tvo eldri menn og ungann dreng sem voru að koma með vistir í veg fyrir gönguhóp sem var væntanlegur, annar eldri maðurinn þekkti að minnsta kosti tvo hornfirðinga frá því hann var á Laugum þá Gísla Eystein mág minn og Sævar á Miðskeri hann hét Jón Þorsteinsson og fræddi hann mig líka um afdrif mannsins sem hvílir undir eina legsteininum í Þönglabakkakirkjugarði, en það sló mig að sjá að einhverjir óprúttnir náungar höfðu gert sér að leik og notað þennann eina legstein sem skotskífu og taldi ég ein 28 riffilkúluför í honum, þetta er þeim sem gjörðu til ævarandi skammar. Verð að byðja afsökunar að ég kann ekki að raða myndunum upp í réttri röð en Siggerður frænka mín á eftir að kenna mér það, er sjálfsagt búin að fá nóg af því að reyna að kenna mér en það er nú henni að þakka að ég get núna sett myndir inn á síðuna. Ekki er nú færi fyrir alla bíla á þessa staði nema í þurrkatíð en nokkuð mikið er af lækjum og ám á leið í báða þessa staði.

Í mynd af legstaðaskrá tala ég um vökumann kirkjugarðsins en vökumaður er sá sem er fyrstur greftraður í viðkomandi kirkjugarði, hann hét Þorleifur Sæmundsson ættaður úr Grímsey f. 4 apríl 1876 og d. 4 janúar 1898 og jarðsettur 17 janúar 1898, síðast greftrun í garðinum er 1956 en það var maður að nafni Guðmundur Karl Jónsson bóndi og útgerðarmaður í Flatey f. 27 janúar 1880 d. 11 júlí 1956 og greftraður 18 júlí. Kirkjan á Brettingsstöðum var byggð 1897 og tekin niður og flutt út í Flatey á Skjálfanda 1959 og stendur þar enn. Hún er ein af fjórum kirkjum á Íslandi sem ég á eftir að taka mynd af hinar eru í Grímsey, Vestmannaeyjum og í Furufirði á Norður Ströndum en þar er bænhús. Læt þetta vera gott í byli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Frændi

Þú er hafsjór af fróðleik, gott að þetta sé nú orðið aðgengilegt á netinu.

Kv Baddi og stelpurnar

Baddi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:02

2 identicon

Hæ hæ. Afhverju var ég ekki látin vita af þessari síðu ? Hrafnhildur sem aldrei getur þagað af hverju ert þú ekki búin að segja mér ? Til hamingju með síðuna elsku bróðir.Kveðja úr firðinum fagra.

Björg systir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Sverrir Aðalsteinsson

Fyrirgefðu Bögga mín ég taldi nú víst að dóttir þín væri búin að láta þig vita þar sem að ég er með sér myndaröð fyrir hana undir Ásgrímur og smáhýsi.

Sverrir Aðalsteinsson, 22.5.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband