Hornstrandir 2006

Jæ ja þá er ég búinn að fá stækkað myndapláss, og ætla nú að sétja inn myndir úr ferð minni til Grunnavíkur og Aðalvíkur í júlí 2006.

Þetta er svæði sem ég hef alltaf haft áhuga á að skoða, er meðal annars búinn að fara nokkrar ferðir á norðurstrandir og þangað sem hægt var að komast á bíl langleiðina í Ófeigsfjörð, en á eftir að fara í hann og eitthvað norðureftir ströndum.

Fór til Bolungarvíkur 19 júlí og til Grunnavíkur með ferðaþjónustubóndanum Friðrik Jóhannssyni á farþegabátnum Ramónu fékk aukabónus í þeirri ferð þar sem ég komst í Leirufjörð en Friðrik var með smíðaefni í sumarhús sem verið var að reisa að Dynjanda, verið er að byggja upp á mjög mörgum jörðum í Jökulfjörðum, og nú er Friðrik kominn með stóran pramma sem hann er með aftan í Ramónu og hefur skilst mér nóg að gera í flutningum, heimasíða Friðriks er ferðaþjónustan grunnavik.is síða sem ég skoða oft.

Nú ég var eina nótt í Grunnavík gisti hjá Friðrik og Sigurrós í Sútarabúðum alveg fræbær staður, en þar reka þau ferðaþjónustu á sumrin, gekk um Grunnavík inn að prestsetrinu Stað og út að Nesi og Naustum, í Grunnavík er Kerfill vaðandi um allt og er hann hálfgerð óhræsisplanta, merkilegt var fyrst flutt þangað sem skrautplanta í garð við bæ í víkinni.

Fór síðan með Ramónu aftur til Bolungarvíkur og sama dag aftur frá B. til Aðalvíkur þá fékk ég annann bónus hjá Friðrik fór yfir að Látrum í Aðalvík en ætlaði til Sæbóls smá misskilningur á milli okkar. En á milli Sæbóls og Látra er aðeins hægt að fara um forvað undir Hvarfnúpi ( 368 mt ) á fjöru, svo er hægt fara inn Þverdal og með Gvendaraltari hjá Litlafelli og niður að Neðri - Miðvík fyrir Kleif neðan við Mannfjall og yfir Norður - Aðalvík að Látrum en þar sem ég mátti ekki missa af Álfaborgarsjéns svo ég varð að sleppa því í þetta sinn. Nú ég kom með Ramónu til Sæbóls kl 19:00 og gékk strax að Prestsetrinu Stað í Aðalvík og paufaðist yfir Hvönn sem er allsráðandi í Aðalvík en hún var uppí 1,60 mt. gékk um Aðalvík daginn eftir upp í Garðshorn og yfir að Hvarfnúpi falleg þyrping af sumarhúsum á Sæbólstorfunni, og nokkrir bústaðir á öðrum eyðibýlum í víkinni. Fór úr Aðalvík kl 02:00 aðfaranótt sunnudags eftir ánægjulega daga í þessum víkum sem mig hafði svo lengi langað að koma til. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú varð mér illilega á, heimasíða Ferðaþjónustunnar í Grunnavík er bara grunnavík.is  Flekinn úr 10 járntunnum var notaður til stórflutninga frá Bæjum snæfjallaströnd til Aðalvíkur fluttir bílar og stærri tæki.  

Sverrir Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:28

2 identicon

Hvað helv.... manstu nöfnin á kennileitunum vel.  Flottar myndir.

Bjössi Alla (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:15

3 identicon

Hringi í þig fljótlega, í kvöld eða um helgina

Sidda (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband