8.5.2008 | 19:46
Ferð á Glettingskoll 2007
Var að setja inn nokkrar myndir sem ég tók í gönguferð á Glettingskoll í ágúst í fyrra.
Eins og sést nota ég nafnið Glettingskollur og Glettingsnes en þetta hef ég á segulbandsspólu sem ég á með upplestri Magnúsar Guðmundssona frá Kjólsvík en foreldrar hans bjuggu í Kjólsvík 1904 - 1918 hann sagði mér frá kennileiti í Kjólsvík en við vorum samtímis á Landsspítalanum 1979 og bað ég hann þá að tala inn á segulband fyrir mig lýsingu á kennileitum í Kjólsvík sem hann svo sendi mér í apríl 1980, þessi ferð mín á Glettingskollinn var farinn í alveg sérstaklega góðu veðri og sólskini, ég var það seint á ferðinni að ég gaf mér ekki tíma til að fara niður á nesið býður betri tíma.
Þessar myndir eru nú aðallega settar inn fyrir Hrafnhildi frænku mína til að hún sjái fegurð Borgarfjarðar og nágrennis, fleyri ferða myndir bráðlega.
Athugasemdir
Sérdeilis fínar myndir hjá þér frændi!
Kveðja úr rigningunni á Nesk - Harpa Rún
Harpa Rún (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:42
Sæll Sverrir!
Aldeilis fínn frásagnarvefur hjá þér!
En hér heldur sú gamla því fram að hægt sé að skoða myndir af "húsunum" þínum í sveitinni.
Einhverra hluta vegna finn ég engar þannig að sú gamla telur mig vera á rangri síðu.
Hvað segir maður þá?
Kveðja úr fallega firðinum fyrir sunnan :)
Þórunn
Þórunn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:36
Sæl Áslaug mín.
Ég er nú bara búinn með kirkjuna og er að vinna við burstabæ, nú Róm var ekki byggð á einni nóttu svo ég er nú rólegur
enda gét ég bara dundað við þetta þegar að það er gott veður þar sem smíðabekkurinn er utan dyra. Ég ætla að reyna að setja myndina inn aftur þar sem hún datt út sjálfkrafa.
Byð að heilsa mömmu þinni.
Kærar kveðjur Sverrir frændi.
Sverrir frændi (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:37
Fínar myndir hjá þér Sverrir.
Runólfur Jónatan Hauksson, 10.5.2008 kl. 09:17
Mikið þakka ég fyrir þessar myndir Sverrir minn..
Já og mikið djesk......... eru þetta flottar myndir hjá kjellinum.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:54
Sæll frændi og til hamingju með síðuna hún verður lesin daglega héðan í frá þannig að nú verður frásagnargleðin og myndirnar að fara að streima inn.
Hlakka til að hitta þig í sumar
Kveðja Baddi
Baddi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.