Gékk í dag á Geitafellstind í Nesjum.

Jæja loksins kom gönguveður fyrir mig, búinn að bíða í rúman hálfan mánuð,lagði af stað frá bústað um kl 10:00 og ætlaði að ganga á Göltinn ofan við bæinn Svínafell í Nesjum, var búinn að fá leyfi hjá Gísla bónda í Svínafelli að ganga á fjallið, þegar ég er kominn aðeins inn á aurinn innann vil Miðfell mæti ég Dúdda í Miðfelli og sagði hann mér að það væri orðið ófært yfir að Svínafelli vegna þess að fljótin væru aftur komin í sinn gamla farveg en hann sagði mér að fallegt útsýni væri af Geitafellstindi.

Nú þá var draumurinn að komast uppá Svínafell út úr myndinni, en ég fer samt af stað og geng frá Getafelli þar sem að eru steinborð og steinstólar upp að Efstafellsgili og þaðan upp að Geitafellstindi svolítið strembið fyrir gamlan mann en þrjóskan hjálpar oft og gekk ég upp að tindinum og þaðan niður í dalskvompu sem er neðan við tindinn og þar yfir að brún Hoffellsdals, þar sem ég er að nálgast brúnina hringir GsM síminn minn og er þar Jónína systir að athuga hvar ég væri staddur en ég vanur því að láta hana eða Hrafnhildi vita þegar ég fer í gönguferðir ekki gat ég nú sagt henni hvar ég væri staddur þar sem ég vissi ekki hvað þessi dalskvompa heitir en sagði henni að ég væri að nálgast brún Hoffellsdals.

Þetta var mjög skemmtileg ganga að öðru leiti að hún var strembinn en veðrið lék við mig, kom heim í íbúð kl 20:00.

Set inn nokkrar myndir undir Geitafellstindur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband