Þorrablótið 2008

Fór heim á frábært þorrablót í vetur, matur, skemmtiefni og dansleikur öllum sem að stóðu til mikils sóma sem að komu.GrinGrinGrin marga daga á eftir. Var að setja inn nokkrar myndir að skylmennum á blótinu.


Grillveizla í garðinum hjá Bjössa bróðir um Verslunamannahelgi 2007

Nú um hana að seigja er nú lítið annað en að það var mjög gaman og góð stemming, en það varð að færa hana inn í bílskúrskúr hjá Bjössa bróðir vegna þess að það gerði alveg brjálæðilega rigningu með miklum vindi, en ég tel að allir hafi skemmt sér vel Baddi vinur minn í Árbæ sá um tónlistina eins og áður, alveg frábær alltaf. Ætli að ég hendi ekki inn myndum af blótinu næst og þá bara af ættingjum.

Myndir úr ferð í Fjörðu og í Flateyjardal 2007.

Var að setja inn myndir sem ég tók í ferð minni í Fjörðu og í Flateyjardal í fyrra, ég gekk úr Hvalvatnsfirði yfir háls sem er á milli Hvalvatnsfjarðar og Þorgeirsfjarðar um 8 km fram og til baka, á vegg kirkjugarðsins á Þönglabakka hitti ég tvo eldri menn og ungann dreng sem voru að koma með vistir í veg fyrir gönguhóp sem var væntanlegur, annar eldri maðurinn þekkti að minnsta kosti tvo hornfirðinga frá því hann var á Laugum þá Gísla Eystein mág minn og Sævar á Miðskeri hann hét Jón Þorsteinsson og fræddi hann mig líka um afdrif mannsins sem hvílir undir eina legsteininum í Þönglabakkakirkjugarði, en það sló mig að sjá að einhverjir óprúttnir náungar höfðu gert sér að leik og notað þennann eina legstein sem skotskífu og taldi ég ein 28 riffilkúluför í honum, þetta er þeim sem gjörðu til ævarandi skammar. Verð að byðja afsökunar að ég kann ekki að raða myndunum upp í réttri röð en Siggerður frænka mín á eftir að kenna mér það, er sjálfsagt búin að fá nóg af því að reyna að kenna mér en það er nú henni að þakka að ég get núna sett myndir inn á síðuna. Ekki er nú færi fyrir alla bíla á þessa staði nema í þurrkatíð en nokkuð mikið er af lækjum og ám á leið í báða þessa staði.

Í mynd af legstaðaskrá tala ég um vökumann kirkjugarðsins en vökumaður er sá sem er fyrstur greftraður í viðkomandi kirkjugarði, hann hét Þorleifur Sæmundsson ættaður úr Grímsey f. 4 apríl 1876 og d. 4 janúar 1898 og jarðsettur 17 janúar 1898, síðast greftrun í garðinum er 1956 en það var maður að nafni Guðmundur Karl Jónsson bóndi og útgerðarmaður í Flatey f. 27 janúar 1880 d. 11 júlí 1956 og greftraður 18 júlí. Kirkjan á Brettingsstöðum var byggð 1897 og tekin niður og flutt út í Flatey á Skjálfanda 1959 og stendur þar enn. Hún er ein af fjórum kirkjum á Íslandi sem ég á eftir að taka mynd af hinar eru í Grímsey, Vestmannaeyjum og í Furufirði á Norður Ströndum en þar er bænhús. Læt þetta vera gott í byli.


Hornstrandir 2006

Jæ ja þá er ég búinn að fá stækkað myndapláss, og ætla nú að sétja inn myndir úr ferð minni til Grunnavíkur og Aðalvíkur í júlí 2006.

Þetta er svæði sem ég hef alltaf haft áhuga á að skoða, er meðal annars búinn að fara nokkrar ferðir á norðurstrandir og þangað sem hægt var að komast á bíl langleiðina í Ófeigsfjörð, en á eftir að fara í hann og eitthvað norðureftir ströndum.

Fór til Bolungarvíkur 19 júlí og til Grunnavíkur með ferðaþjónustubóndanum Friðrik Jóhannssyni á farþegabátnum Ramónu fékk aukabónus í þeirri ferð þar sem ég komst í Leirufjörð en Friðrik var með smíðaefni í sumarhús sem verið var að reisa að Dynjanda, verið er að byggja upp á mjög mörgum jörðum í Jökulfjörðum, og nú er Friðrik kominn með stóran pramma sem hann er með aftan í Ramónu og hefur skilst mér nóg að gera í flutningum, heimasíða Friðriks er ferðaþjónustan grunnavik.is síða sem ég skoða oft.

Nú ég var eina nótt í Grunnavík gisti hjá Friðrik og Sigurrós í Sútarabúðum alveg fræbær staður, en þar reka þau ferðaþjónustu á sumrin, gekk um Grunnavík inn að prestsetrinu Stað og út að Nesi og Naustum, í Grunnavík er Kerfill vaðandi um allt og er hann hálfgerð óhræsisplanta, merkilegt var fyrst flutt þangað sem skrautplanta í garð við bæ í víkinni.

Fór síðan með Ramónu aftur til Bolungarvíkur og sama dag aftur frá B. til Aðalvíkur þá fékk ég annann bónus hjá Friðrik fór yfir að Látrum í Aðalvík en ætlaði til Sæbóls smá misskilningur á milli okkar. En á milli Sæbóls og Látra er aðeins hægt að fara um forvað undir Hvarfnúpi ( 368 mt ) á fjöru, svo er hægt fara inn Þverdal og með Gvendaraltari hjá Litlafelli og niður að Neðri - Miðvík fyrir Kleif neðan við Mannfjall og yfir Norður - Aðalvík að Látrum en þar sem ég mátti ekki missa af Álfaborgarsjéns svo ég varð að sleppa því í þetta sinn. Nú ég kom með Ramónu til Sæbóls kl 19:00 og gékk strax að Prestsetrinu Stað í Aðalvík og paufaðist yfir Hvönn sem er allsráðandi í Aðalvík en hún var uppí 1,60 mt. gékk um Aðalvík daginn eftir upp í Garðshorn og yfir að Hvarfnúpi falleg þyrping af sumarhúsum á Sæbólstorfunni, og nokkrir bústaðir á öðrum eyðibýlum í víkinni. Fór úr Aðalvík kl 02:00 aðfaranótt sunnudags eftir ánægjulega daga í þessum víkum sem mig hafði svo lengi langað að koma til. 

 


Ferð á Glettingskoll 2007

Var að setja inn nokkrar myndir sem ég tók í gönguferð á Glettingskoll í ágúst í fyrra.

Eins og sést nota ég nafnið Glettingskollur og Glettingsnes en þetta hef ég á segulbandsspólu sem ég á með upplestri Magnúsar Guðmundssona frá Kjólsvík en foreldrar hans bjuggu í Kjólsvík 1904 - 1918 hann sagði mér frá kennileiti í Kjólsvík en við vorum samtímis á Landsspítalanum 1979 og bað ég hann þá að tala inn á segulband fyrir mig lýsingu á kennileitum í Kjólsvík sem hann svo sendi mér í apríl 1980, þessi ferð mín á Glettingskollinn var farinn í alveg sérstaklega góðu veðri og sólskini, ég var það seint á ferðinni að ég gaf mér ekki tíma til að fara niður á nesið býður betri tíma.

Þessar myndir eru nú aðallega settar inn fyrir Hrafnhildi frænku mína til að hún sjái fegurð Borgarfjarðar og nágrennis, fleyri ferða myndir bráðlega. 


Lítið að frétta.

Það er nú lítið að frétta frá mér, var í bústaðnum í dag og kom "Bakkagerðiskirkju" fyrir á grunni sínum og er byrjaður á burstabæ sem vera á í litla sveitaþorpinu sem ég ætla að koma upp hjá bústaðnum, en þar á að vera burstabær og fjárhús með hlöðu og einhverjar fleyri byggingar, í dag var glampandi sól og nánast logn svo mér hitnaði í andliti. Ætla að reyna að setja inn myndir fyrir Hörpu frænku mína.

Fyrsta ganga sumarsins

Jæ ja ég fór í fyrstu göngu sumarsins í gær og það var inn dalinn innan við bústaðinn minn, Hofellsdal,

komst á mínum fjallabíl aðeins inn fyrir Sel en þaðan og inn í Dalsstafn er um 6 og hálfur km nú ég batt á mig gönguskóna og var ákveðinn að fara upp að Fossdalshnútu en hún er 720 m há, hún ásamt Gunnsteinsfelli sem er töluvert innan við hana eru að mínu mati fallegustu fjöll í A - Skaftafellssýsiu en í þeim eru þvílíkar stuðlabergsmyndir að ég er gjörsamlega dolfallinn þegar ég er nálægt þeim, fór að Gunnsteinsfelli í fyrra þá fer maður neðan við Fossdalshnútuna og inn Fossdal og svo má fara úr Fossdal nokkuð utarlega og upp í Vesturdag hrjóstugasta dal sem ég hef komið í en þangað gékk ég í hittifyrra þar er ekkert nema grjóthellur að ganga á en þá leið fer fé sem fer inn í Núpa en þangað á ég eftir að fara hef bara komið að Gjánúpstindi í Vesturdal og að Efstafellsgili Hoffellsjökuls megin.

Jæ ja ég gékk dalinn inn að Dalsstafni en á leiðinni eru margir tálmar mikið umrót í lækjarsprænum og á einum stað vegarslóðinn alveg horfinn á 50 - 60 metra kafla þar sem Hoffellsáin hefur grafið sig til vesturs svo að Jón Helgason nágranni minn í Lágafelli á töluvert verk fyrir höndum að gera leiðina færa bílum, en hann hefur gert það undanfarin ár heldur betur skammlaust, vaðið við Djöflasker gjörsamlega horfið og ekkert nema stórgrýti, ég paufaðist upp Djöflasker og upp hjá Öldulæk en þar í hlíðinni var töluverð fönn sem hverfur fljótt ef hlýnar og aðeins vindar, tók nátturlega mynd af Fossdalshnútunni og fór svo yfir á brún Skyndidals og náði góðri mynd af Fossdalsdhnútu, Gunnsteinsfelli og Goðaborg ásamt Lambatungujökli, ( mér fynnst að ég hafi séð það einhversstaðar að hann heiti Hoffellslambatungujökull sel það ekki dýrara en ég keypti ) sat nokkuð lengi á skeri í logni og sól Skyndidalsmeginn, og hlustaði á ekki neitt nema smá gjálfur í lækjarsprænu þar sem ég sat horfði ég á ílenskan kraft en það hefur sprungið stórt bjarg frá berginu.

Nú ég þorði ekki annað en að leggja af stað til baka um fimmleitið svo að Hrafnhildur frænka mín færi ekki að kalla út hjálparsveit kom til baka um áttaleitð eftir að ganga um fimmtán kílómetra. ekki sá ég mikið af grábrúnu kvikindunum ( Hreindýr ) vildi að þau væru öll kominn til Jóns Halldórssonar Hólmavíkurpósts en hann hefur mikinn áhuga á að fá þau á Strandir, þau mundu þá ekki eiðileggja trjárækt hjá trjáræktarbændum hérna í Hornafirði nóg hafa þau eiðilagt nú þegar. Nú býð ég bara eftir því að hú Sidda frænka mín kenni mér að sækja myndir úr tölvunni til að setja á síðuna.


Frásagnarsíða Sverris.

Halló Hrafnhildur mín.

Ég hef ákveðið að kalla þessa síðu frásagnarsíðu en ekki bloggsíðu þar sem mér finnst blogg frekar ljótt orð og ekki íslenskt. Ég var á mínum unaðsstað í dag eins og ævinlega þegar ég á frí, nú finnst mér sumarið komið, af hverju jú ég er búinn að sjá mína uppáhalds farfugla maríuerluna á sumardaginn fyrsta þá kom hún og heimsótti mig í bústaðinn og kríuna í gær en þá sá ég tvær úti hjá Óslandsskeri. Eitthvað er nú lítið komið af kríum því ég fór út á Óslandshraun þegar ég kom að innann og stoppaði þó nokkra stund þar en sá einga.

Á morgunn ætla ég að skreppa aðeins inn í Hoffellsdal og ef þú heyrir ekkert í mér seinnipartinn þá athugar þú vitanlega um mig.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband