Síðasti dagur okt. 2008

Jæja nú er oktober að liða,eigum við ekki að vona að næsti mánuður verði okkur hliðhollur, ekkert víl og væl í þjóðmálum. Og okkar menn

í lagi.


Frásagnarsíða Sverris.

Ágæti lesandi ég er  kominn á efri ár og hef ekki ánægja að fá svona athugasemnd eins og kom frá Núma þessi síða er fyrir mig og mína líka þar sem ég set inn upplysingar um ferðir mína um íslenska fósturjörð og ég vil ekkert neihvætt á þessari síðu hún á bara að flytja upplýsingar um jákvætt í íslensku samfélagi.


Fór til Reykjavíkur en þangað hef ég ekki komið í 6 ár.

Jæ ja ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi en ekki hafði ég komið þangað í sex seigi 6 ár. Fyrir utan það að ég fór til Hfnarfjarðar 2003 í jarðarför mágs míns Harðar Jaffetssonar en þá fór ég bara til Hafnarfjarðaar.

En  mér vað boðið af mínu frábæra fyrirtæki Skinney - Þinganesi Hf að fara á sjávarútvegssýnininguna 2008 þar sem fram koma upplýsingar um allt það nýjasta í sambandi við sjávarútveg, en ég ætla að setja inn myndir frá þessari helgi, þar sem ég hitti Önnu systir mína og Hörð frænda minn sem ég hef ekki séð í fjölda mörg á og hafði ég mjög gaman að hitta þau, ferðin suður gékk nokkuð vel en við félagarnir Siggi Eysteinn, og Gunnar Páll lentum í snjóhríð frá Hofsnesi í Öræfum og lang leiðina  til Reykjavíkíkur.

Kom til baka sunnudag í frá bærri færð með mínum ferðafélögum. 


Erla mín ég er ekki búinn að gleyma þér.

Blessuð og sæl Erla mín

 Ég fór nú í vinnunna í morgun eins og aðra daga, en það er ekkert gott að sitja við tölvu en ég set inn á næstu dögum einhverjar myndir fyrir þig, það er bara svo and..... leiðinlegt að setja inn myndir t.d. tekur 40 mínútur að setja inn 10 myndir og mig vantar þolinmæði til þess, en ég eygi nú bætta tíma Sverrir minn ætlar að kenna mér að minnka þann tíma eitthvað, þú mátt nú vita það að ég er svo lítill tölvunörd og þarf kennslu við þetta, bíð eftir myndum frá þér og lofa þér því að ég set in myndir flótlega var með rúmar 300 myndir á nýju vélinni.

Bestu kveðjur.


Að drepast í bakinu.

Jæja fékk einhvern and....... í bakið í gær og rétt dröslaðist fram úr í morgun og áhvað að fara í fjallgöngu til að athuga hvort þetta skot færi ekki úr bakinu, dreyf mig af stað kl 10:00 og var um það bil 10 mínútur að reyma á mig skóna og skil það ekki enn hvernig mér tókst það því ég gat ekki með nokkru móti beigt mig, fór upp í Bergárdal og þar alveg upp á vegarslóðaenda og tók svolítið af myndum, settist niður á steina tvisvar og pústaði aðeins, núna er ég svona svipaður allavega ekki verri ennþá. Set inn nokkrar myndir á eftir.

 


26 sept.

Setti inn nokkrar myndir áðan en þetta  ( blog segir að eitthvað sé að ) Úpps tókst.

Hér gengur allt sinn vana gang Sverrir minn kom til mín í síðustu viku með vini sína tvo frá S- Kóreu og skólafélaga sinn úr dvölinni í japan  reyndi af veikum mætti að  að elda handa þeim máltíð og svo gistu þeir í litla sumarhúsinu mínu Sólvangi og ég held bara að þeir hafi hvílst nokkuð vel, hann fór með þá hring um Ísland með viðkomu á Sauðárkróki hjá mömmu sinni, síðan fór hann í sumarbústaðabyggðina í Einarstaðaskóg og þaðan á Borgarfjörð til Böggu og Bjössa en Sverrir minn er borgfirðingur í húð og hár eins og ég, síðan fóru þeir úr bústað og um suðurland og upp að Gullfossi og Geysi og ég veit að hann hefur sýnt þeim allt það  markverðasta á Þeirra leið um hringinn.


Halló halló ég er lifandi.

Í dag komu hér á HÖFN  um 65 fornbílar margir ægifallegir, skaust til að taka myndir af nokkrum en það var bölvuð rigning, og þeir öldnu inni í Vélsmiðju Hornafjarðar.

Set inn nokkrar myndir af þessum karlagullum.

Bætti við nokkrum myndum af trillitækjum 10 sept.


Gékk í dag á Geitafellstind í Nesjum.

Jæja loksins kom gönguveður fyrir mig, búinn að bíða í rúman hálfan mánuð,lagði af stað frá bústað um kl 10:00 og ætlaði að ganga á Göltinn ofan við bæinn Svínafell í Nesjum, var búinn að fá leyfi hjá Gísla bónda í Svínafelli að ganga á fjallið, þegar ég er kominn aðeins inn á aurinn innann vil Miðfell mæti ég Dúdda í Miðfelli og sagði hann mér að það væri orðið ófært yfir að Svínafelli vegna þess að fljótin væru aftur komin í sinn gamla farveg en hann sagði mér að fallegt útsýni væri af Geitafellstindi.

Nú þá var draumurinn að komast uppá Svínafell út úr myndinni, en ég fer samt af stað og geng frá Getafelli þar sem að eru steinborð og steinstólar upp að Efstafellsgili og þaðan upp að Geitafellstindi svolítið strembið fyrir gamlan mann en þrjóskan hjálpar oft og gekk ég upp að tindinum og þaðan niður í dalskvompu sem er neðan við tindinn og þar yfir að brún Hoffellsdals, þar sem ég er að nálgast brúnina hringir GsM síminn minn og er þar Jónína systir að athuga hvar ég væri staddur en ég vanur því að láta hana eða Hrafnhildi vita þegar ég fer í gönguferðir ekki gat ég nú sagt henni hvar ég væri staddur þar sem ég vissi ekki hvað þessi dalskvompa heitir en sagði henni að ég væri að nálgast brún Hoffellsdals.

Þetta var mjög skemmtileg ganga að öðru leiti að hún var strembinn en veðrið lék við mig, kom heim í íbúð kl 20:00.

Set inn nokkrar myndir undir Geitafellstindur.


Í minningu góðs drengs.

Í dag var til moldar borinn heima á Borgarfirði vinur minn til tuga ára Helgi Eyjólfsson Árbæ Borgarfirði eystra og langar mig að senda Ágústu og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur,

Þó aldursmunur okkar Helga væri töluvert mörg ár tók hann mig ávalt sem jafningja.

Farðu í friði góði vinur, þú varst búinn að seigja mér að þú ætlaðir að bera beinin í fjörðinum fagra sama hlutskipti ætla ég mér.

Guð blessi minningu Helga frá Árbæ.


Kapaldalur í Lóni 2006

Gekk í hann í byrjun október, á tveim stöðum gékk ég fram á lág byrgi sem ég hef ekki fengið upplýsingar um hvað hafi verið notuð, þau eru rétt rúmir 2 metrar á lengd og innann við metri á breidd. Gaman þætti mér ef einhver gæti frætt mig um hvað þau hafi verið notuð, ekki eru þau talin vera gerð fyrir refaskyttur, gæti samt verið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband