Nýjasta skip Skinneyjar - Þinganess hf kemur til heimahafnar.

Í dag kom nýr Þórir SF 77 seinni nýsmíði Skinneyjar - Þinganess hf til heimahafnar eftir 56 daga siglingu frá Tævan, af því tilefni komu öll skip fyrirtækisins til hafnar með honum utan Þinganes sem er í slipp í Hafnarfirði, það var tilkomumikil sjón að sjá öll skipin hvert á eftir öðru koma inn hornafjarðarós og halda inn að bryggju, mikill fjöldi fólks fylgdist með komu skipanna, og var boðið til veislu af fyrirtækinu og snæddir indælis réttir og önnur munngát, þess má geta að þetta er líka í fyrsta sinn sem Steinunn SF 10 kemur til heimahafnar, skipin voru til sýnis frá kl 15 - 18.

 

Setti inn nokkrar myndir frá þessum merkisdegi fyrirtækissins undir Nýr Þórir SF 77


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband