Nýtt skip í skipaflotann á HÖFN

Í dag um kl 12:00 kom í fyrsta skipti til heimahafnar nýtt skip í eigu Skinneyjar - Þinganess hf skipið sem byggt var í Taivan lagði af stað til heimahafnar 10 febrúar og er núna  57 dögum síðar komið heim eftir siglingu um sjóræningjaslóðir á Adenflóa sem er norður af Sómalíu, skipið reyndist mjög vel og fór vel með áhöfn á leiðinni en þeir lentu í slæmum sjó hluta af leiðinni.

Siglingaskipsstjóri var Jón Eyjólfsson fyrrum skipstjóri á Herjólfi og sagði hann að þetta væri tæknilegast skip sem hann vissi um í íslenska flotanum. Skipsstjóri skipsins var Margeir Guðmundsson og verður hann með skipið, yfirvélstjóri Erik V. Gjöveraa og 1. vélstjóri er Jón Axelsson og stýrimaður Þorvarður Helgason.  Annað skip af sömu gerð er nú búið að sjósetja og verður væntanlega afhent í byrjun maí og verður það að öllum líkindum svipaðan tíma heim það hefur fengið nafnið Þórir SF 77 og kemur í staðinn fyrir skip með sama nafni og er orðið nokkuð aldrað eða 53 ára og hefur reynst mjög vel í alla staði.

Setti inn nokkrar myndir undir Ný Skinney SF 20


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá myndir af nýja skipinu:) Kemur flott út logoið á því. kv úr skógarásnum:)

Sidda (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband