4.1.2009 | 19:21
Heinabergsdalur 2007
Gékk inn Heinabergsdal 20 júlí 2007, hann er við rætur Vatnajökuls upp af Mýrum svolítið strembinn að ganga og nokkuð langur fór á bílnum yfir mjög grófa ána og gékk frá henni, inn allann dalinn og upp á Vatndalsvarp og upp það langleiðina inn að Humarkló já tindarnir heita þessu nafni sem er mjög sérstakt, en eins og flestir hornfirðingar vita voru humarveiðar ekki hafnar fyrr en upp úr 1955, en þetta var nú útúrdúr, ekkert vatn var í Vatnsdal eins og sést á einni myndinni en stakir jakar inn eftir dalnum, mjög erfið ganga er niður í Vatnsdal og aðeins fáir sem fara þar niður nema fjallageitur eins og Alli frændi minn Gísla, Jón frá Smyrlabjörgum og Egill frá Volaseli og sjálfsagt einhverjir fleyri, en ég hef nú trú á því að þeir eigi flest sporin þar eftir fjallafálum.
Nú þessi ferð mín tók 9 kl.st. Þetta er nú einn af þeim fallegustu dölum í A-Skaft en ég er nú búinn að plampa þá flesta á reyndar eftir Endalausadal, það vakti athygli mína að ekki er GSM samband undir Ketillaugarfjalli eða fyrir ofan bæinn Stórulág en þar sem ég er staddur uppi á Vatnsdalsvarpi hringir gemsinn minn og er Sverrir minn að athuga hvar ég væri staddur og þvílíkt samband væri betur komið á þjóðveg 1 ofan við Stórulág
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.