2.1.2009 | 16:44
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Góðan dag.
Var að koma úr bíltúr í sumarhús og suður á Mýrar, en þar fór ég heim að gamla bænum á Rauðabergi l en þar bjó Elías Jónsson síðastur manna, þar fyrir ofan bæinn er fallegur trjálundur kendur við Sindra ( Sindralundur ) þar eru mjög falleg grenitré og þéttur lundur, og þá eru þar aspir.
Gamla bænum er mjög vel við haldið og held ég að hann sé nú í eigu Búnaðarsambands A - Skaft.
Þá fór ég að Brunnhólskirkju og tók þar mynd af legsteini Ella á Rauðabergi. Set inn nokkrar myndir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.