24.12.2008 | 15:08
GLEÐILEG JÓL
Ágæti lesari,
Ég er nú lifandi þó að ekki hafi nú mikið farð fyrir færslum hér á þessari síðu, af mér er allt gott að frétta þó henti mig smá slys um daginn 15 des. ég hentist á hnakkann í hálku og setti skurð á hausinn, Gunnar vinur minn Ásgeirsson ók mér upp á heilsigæslustöð, en þetta gerðist í vinnunni, og bað ég hjúkrunarfræðinginn að klemma þetta saman en hún sagði að hún yrði að sauma og setti fimm spor til að loka sárinu, nú ég hvorki lagaðist eða versnaði við þetta fall svo þetta var allt í lagi, saumarnir voru svo teknir úr í gær og er mér sagt að þetta sé bara fallegur skurður, Sverrir minn ætlar að heimsækja mig með Kóreönsku vinkonu sinni núna á jólunum, það verður nú gaman að fá þau, þau koma á laugardaginn kemur og hann er búinn að panta að fá að sofa í sumarhúsinu mínu ég er nú að vona að það verði ekki mikið frost þar sem ekki er upphitun í húsinu utan ólíuofnar en hann langar til þess að sofa þar, þar sem það vakti svo mikla lukku hjá honum og vinum hans frá Asíu í september í haust.
Að svo búnu sendi ég öllum ættingjum, vinum og kunningjum bestu óskir um Gleðileg jól og gott og farsællt komandi nýtt ár með þakklæti fyrir árið sem er að líða og við skulum vona að við komumst öll í gegnum hremmingar næstu ára, sem við getum þakkað stjórnvöldum.
Athugasemdir
Gleðileg Jól kæri frændi
Baddi og stelpurnar
Baddi (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 12:23
Gleðileg jól Sverrir!
Gott að allt gekk vel með hnakkann!
Jólakveðja,
Anna og Áslaug
Arnarhraunið (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.