28.9.2008 | 17:16
Að drepast í bakinu.
Jæja fékk einhvern and....... í bakið í gær og rétt dröslaðist fram úr í morgun og áhvað að fara í fjallgöngu til að athuga hvort þetta skot færi ekki úr bakinu, dreyf mig af stað kl 10:00 og var um það bil 10 mínútur að reyma á mig skóna og skil það ekki enn hvernig mér tókst það því ég gat ekki með nokkru móti beigt mig, fór upp í Bergárdal og þar alveg upp á vegarslóðaenda og tók svolítið af myndum, settist niður á steina tvisvar og pústaði aðeins, núna er ég svona svipaður allavega ekki verri ennþá. Set inn nokkrar myndir á eftir.
Athugasemdir
Úr því að þú ert svona slæmur í bakinu hvernig væri þá að setja inn myndir sem þú tókst á Bogganum í sumar?
Við vorum í Lommanum um helgina.. ég set inn myndir og blogg í kvöld :)
Kveðja frá Reyðarfirði
Erla
Erla frænka (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.