26 sept.

Setti inn nokkrar myndir áðan en þetta  ( blog segir að eitthvað sé að ) Úpps tókst.

Hér gengur allt sinn vana gang Sverrir minn kom til mín í síðustu viku með vini sína tvo frá S- Kóreu og skólafélaga sinn úr dvölinni í japan  reyndi af veikum mætti að  að elda handa þeim máltíð og svo gistu þeir í litla sumarhúsinu mínu Sólvangi og ég held bara að þeir hafi hvílst nokkuð vel, hann fór með þá hring um Ísland með viðkomu á Sauðárkróki hjá mömmu sinni, síðan fór hann í sumarbústaðabyggðina í Einarstaðaskóg og þaðan á Borgarfjörð til Böggu og Bjössa en Sverrir minn er borgfirðingur í húð og hár eins og ég, síðan fóru þeir úr bústað og um suðurland og upp að Gullfossi og Geysi og ég veit að hann hefur sýnt þeim allt það  markverðasta á Þeirra leið um hringinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sverrir! Þeir gleymdu nú alveg að koma við hér í Hafnarfirði     Heyrðu sendu mér mail svo ég geti sent þér slóðina hennar Ingbjargar í Trékyllisvík

Kveðja

Rósalind

Rósalind (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Sverrir Aðalsteinsson

Halló Rósalind

sverriralla@simnet.is

Nei þeir voru á hraðferð drengirnir, heyrði í þeim þegar þeir nálguðurt Gullfoss og sennilega hafa þeir ekkert farið til Reykjavíkur þá heldur beint í Bifröst.

Kærar kveðjur til ykkar.

Sverrir Aðalsteinsson, 27.9.2008 kl. 18:00

3 identicon

Rósalind mín ég hafði ekki einu sinni fyrir því að hringja í ykkur. Ég var bara hand vissi að þú værir að leita að strákunum upp á fjöllum, þar sem þeir eru enþá í fjórhjólaferðinni. Eða ég sé ekki betur á blogginu ykkar

Sverrir Örn Samskonarson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband