9.9.2008 | 21:32
Halló halló ég er lifandi.
Í dag komu hér á HÖFN um 65 fornbílar margir ægifallegir, skaust til að taka myndir af nokkrum en það var bölvuð rigning, og þeir öldnu inni í Vélsmiðju Hornafjarðar.
Set inn nokkrar myndir af þessum karlagullum.
Bætti við nokkrum myndum af trillitækjum 10 sept.
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 10.9.2008 kl. 18:12 | Facebook
Athugasemdir
Guði sé lof að þú ert á lífi! var farin að fletta mogganum reglulega til að tékka hvort að útförin þín væri auglýst þar ;)
Pálmi slefaði yfir þessum myndum af bílunum... ég var nú ekki eins spennt yfir þeim ;) en flottir bílar á ferð samt sem áður ;)
Vertu svo duglegur að blogga og setja inn myndir, þú hlýtur að hafa tekið slatta af myndum á Borgarfirði í sumar ;)
Kveðja frá Reyðarfirði (þar sem rignt hefur allt vikuna!)
Erla frænka
Erla frænka (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 09:33
Sæll frændi!
Fínar myndir hjá þér, mini náttúrlega langflottastur! ;)
Kveðja frá Nesk - Harpa Rún
Harpa Rún (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 10:16
Sæll frændi minn
Gott að þú sért aftur farinn að skrifa og setja myndir á síðuna.
Kv Baddi og stelpurnar
Baddi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.