Betra er seint en aldrei.

Ég hef nú ekki verið mjög aktívur  ( ljótt orð ) undanfarna mánuði kanski  að breitingar á ritstjórn Morgunblaðsins hafi haft einhver áhrif þar á. En núna langar mig að vita um nafn á flækingingsfugli sem ég tók mynd af um síðustu helgi sjá á heimasíðu minni sverriralla.blog.is  flækingsfugl.

 


Nýjasta skip Skinneyjar - Þinganess hf kemur til heimahafnar.

Í dag kom nýr Þórir SF 77 seinni nýsmíði Skinneyjar - Þinganess hf til heimahafnar eftir 56 daga siglingu frá Tævan, af því tilefni komu öll skip fyrirtækisins til hafnar með honum utan Þinganes sem er í slipp í Hafnarfirði, það var tilkomumikil sjón að sjá öll skipin hvert á eftir öðru koma inn hornafjarðarós og halda inn að bryggju, mikill fjöldi fólks fylgdist með komu skipanna, og var boðið til veislu af fyrirtækinu og snæddir indælis réttir og önnur munngát, þess má geta að þetta er líka í fyrsta sinn sem Steinunn SF 10 kemur til heimahafnar, skipin voru til sýnis frá kl 15 - 18.

 

Setti inn nokkrar myndir frá þessum merkisdegi fyrirtækissins undir Nýr Þórir SF 77


Nýtt skip í skipaflotann á HÖFN

Í dag um kl 12:00 kom í fyrsta skipti til heimahafnar nýtt skip í eigu Skinneyjar - Þinganess hf skipið sem byggt var í Taivan lagði af stað til heimahafnar 10 febrúar og er núna  57 dögum síðar komið heim eftir siglingu um sjóræningjaslóðir á Adenflóa sem er norður af Sómalíu, skipið reyndist mjög vel og fór vel með áhöfn á leiðinni en þeir lentu í slæmum sjó hluta af leiðinni.

Siglingaskipsstjóri var Jón Eyjólfsson fyrrum skipstjóri á Herjólfi og sagði hann að þetta væri tæknilegast skip sem hann vissi um í íslenska flotanum. Skipsstjóri skipsins var Margeir Guðmundsson og verður hann með skipið, yfirvélstjóri Erik V. Gjöveraa og 1. vélstjóri er Jón Axelsson og stýrimaður Þorvarður Helgason.  Annað skip af sömu gerð er nú búið að sjósetja og verður væntanlega afhent í byrjun maí og verður það að öllum líkindum svipaðan tíma heim það hefur fengið nafnið Þórir SF 77 og kemur í staðinn fyrir skip með sama nafni og er orðið nokkuð aldrað eða 53 ára og hefur reynst mjög vel í alla staði.

Setti inn nokkrar myndir undir Ný Skinney SF 20


Báta og skipamyndir af Hornafjarðarflota.

Er byrjaður að setja myndir sem ég hef tekið af bátum og skipum á Hornafirði í þessari fyrstu færslum set ég inn um 75 myndir sem ég mun gera á næstu dögum, en ég á nokkur hunduð myndir sem ég hef tekið á löngu tímabili, sem sag fyrsta færslan í dag.SmileSmileGrinGrin


Syðri - fjörður, Papós og Hvammsfjara.

Gékk í dag í alveg frábæru veðri frá Syðra - firði út að Papós og yfir í Hvammsfjöru, á þeyrri leið gekk ég framm á dufl, sennilega njósnadufl það var með 4 X 8 nemum sem voru á hlið þess festingar voru fyrir fjórar taugar að neðan og þrjár að ofan, það voru farnar hlífar sem voru fyrir þessa nema á tveim röðum en voru ennþá á tveim, þetta reindist vera 11 mín fet á lengd en ég nota skó nr. 43 og um 2 og hálft feta sívalningur, neðan úr því hékk svona um það bil eins feta vírofin kapall.

Fór yfir að Hvammsföru, og mikið er af fíl þarna í öllum klettum, töluvert var af tófuslóðum.

Setti inn nokkrar myndir úr þessari ferð, undir njósnadufl eða hvað.


Þorrablót á Borgarfirði eystra 2009

Fór heim á mínar æskustöðvar um helgina á þorrablót, það var í einu orði sagt alveg frábært, uppistaða í skemmtidagskrá var hugsanlegan fund á olíu í firðinum þ.e.a.s. mögulega í nánd við Hvítserk.

 Læt myndirnar tala, sjá Þorrablót 2009.

Er búinn að setja inn nokkrar myndir í viðbót heiman frá Borgarfirði. sjá Fleyri myndir frá Borgarfirði.

27 jan.

Næsta syrpa er frá vetrarríki á Borgarfirði Eystra

Tók þessar myndir í febrúarbyrjun í fyrra þegar ég fór á blótið, sem var alveg frábært, önnur syrpa af því í albúmi.

Heinabergsdalur 2007

Gékk inn Heinabergsdal 20 júlí 2007, hann er við rætur Vatnajökuls upp af Mýrum svolítið strembinn að ganga og nokkuð langur fór á bílnum yfir mjög grófa ána og gékk frá henni, inn allann dalinn og upp á Vatndalsvarp og upp það langleiðina inn að Humarkló já tindarnir heita þessu nafni sem er mjög sérstakt, en eins og flestir hornfirðingar vita voru humarveiðar ekki hafnar fyrr en upp úr 1955, en þetta var nú útúrdúr, ekkert vatn var í Vatnsdal eins og sést á einni myndinni en stakir jakar inn eftir dalnum, mjög erfið ganga er niður í Vatnsdal og aðeins fáir sem fara þar niður nema fjallageitur eins og Alli frændi minn Gísla, Jón frá Smyrlabjörgum og Egill frá Volaseli og sjálfsagt einhverjir fleyri, en ég hef nú trú á því að þeir eigi flest sporin þar eftir fjallafálum.

Nú þessi ferð mín tók 9 kl.st. Þetta er nú einn af þeim fallegustu dölum í A-Skaft en ég er nú búinn að plampa þá flesta á reyndar eftir Endalausadal, það vakti athygli mína að ekki er GSM samband undir Ketillaugarfjalli eða fyrir ofan bæinn Stórulág en þar sem ég er staddur uppi á Vatnsdalsvarpi hringir gemsinn minn og er Sverrir minn að athuga hvar ég væri staddur og þvílíkt samband væri betur komið á þjóðveg 1 ofan við Stórulág  


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Góðan dag.

Var að koma úr bíltúr í sumarhús og suður á Mýrar, en þar fór ég heim að gamla bænum á Rauðabergi l en þar bjó Elías Jónsson síðastur manna, þar fyrir ofan bæinn er fallegur trjálundur kendur við Sindra ( Sindralundur ) þar eru mjög falleg grenitré og þéttur lundur, og þá eru þar aspir.

Gamla bænum er mjög vel við haldið og held ég að hann sé nú í eigu Búnaðarsambands A - Skaft.

Þá fór ég að Brunnhólskirkju og tók þar mynd af legsteini Ella á Rauðabergi. Set inn nokkrar myndir.


GLEÐILEG JÓL

Ágæti lesari,

Ég er nú lifandi þó að ekki hafi nú mikið farð fyrir færslum hér á þessari síðu, af mér er allt gott að frétta þó henti mig smá slys um daginn 15 des. ég hentist á hnakkann í hálku og setti skurð á hausinn, Gunnar vinur minn Ásgeirsson ók mér upp á heilsigæslustöð, en þetta gerðist í vinnunni, og bað ég hjúkrunarfræðinginn að klemma þetta saman en hún sagði að hún yrði að sauma og setti fimm spor til að loka sárinu, nú ég hvorki lagaðist eða versnaði við þetta fall svo þetta var allt í lagi, saumarnir voru svo teknir úr í gær og er mér sagt að þetta sé bara fallegur skurður, Sverrir minn ætlar að heimsækja mig með Kóreönsku vinkonu sinni núna á jólunum, það verður nú gaman að fá þau, þau koma á laugardaginn kemur og hann er búinn að panta að fá að sofa í sumarhúsinu mínu ég er nú að vona að það verði ekki mikið frost þar sem ekki er upphitun í húsinu utan ólíuofnar en hann langar til þess að sofa þar, þar sem það vakti svo mikla lukku hjá honum og vinum hans frá Asíu í september í haust.

Að svo búnu sendi ég öllum ættingjum, vinum og kunningjum bestu óskir um Gleðileg jól og gott og farsællt komandi nýtt ár með þakklæti fyrir árið sem er að líða og við skulum vona að við komumst öll í gegnum hremmingar næstu ára, sem við getum þakkað stjórnvöldum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband